Section : Sujets dans d'autres langues

Rosacea (Rósroði) (Íslenska)

Rosacea

Rosacea (Rósroði)

Algengur húðsjúkdómur á andlitshúð.

Getur bæði komið út í æðum og með bólgum

– Bólgur: Húðþykkildi, graftarbólur

– Æðatengt: Hörundsroði, æðaslit, roði

Staðsetning

  • Samhverf svæði á andliti; geta einnig verið ósamhverf
  • Nef, kinnar, enni, haka

  • Getur einnig valdið ýmsum löskunum í augum

Uppruni sjúkdóms

  • Óþekkt
  • Aldur – 30-35 ára þegar sjúkdómurinn brýst út (algengast);

  • Getur brotist út frá táningsaldri til seinni fullorðinsára

  • Á yfirleitt við konur en hefur sterkari áhrif hjá karlmönnum

  • Hefur meiri áhrif hjá fólki með ljósa húð

Klínísk áhrif

  • Roði – tímabundinn roði í andlitshúð (hörundsroði)
  • Bólga – húðþykkildi, graftarbólur
  • Bjúgur getur verið til staðar
  • Æðar geta slitnað eftir því sem á líður
  • Rósroði í augum – gerist í tilfellum þar sem æðaslit eru í húð
  • Fílapenslar eru yfirleitt ekki til staðar
  • Greining skal gerð á klínískum grunni
  • Ef sjúkdómurinn er greindur of seint, getur hann orsakað ofvexti á nefi (rhinophyma)

Ábendingar um rósroða

  • Endurtekinn roði; getur staðið yfir í nokkrar mínútur í allt að nokkrar klst.

  • Sviði í kinnbeini, einni, eyrum

  • Hörundsroði í andliti getur verið til staðar

Rósroði þróast oft á eftirfarandi hátt

  • Rósroði á byrjunarstigi ===> Roði
  • Rósroði í æðakerfi ===> Hörundsroði og æðaslit
  • Rósroði með bólgum ===> Húðþykkildi og graftarbólur
  • Rósroði á lokastigi ===> Rhinophyma

Hörundsroði í andliti

  • Er áberandi eiginleiki rósroða

  • Er yfirleitt fyrsta merki sjúkdómsins

  • Versnar við bólgur

  • Sjúklingar skulu forðast allar athafnir og aðstæður sem auka roðann

Ofvöxtur á nefi (rhinophyma)

  • Breikkun á nefi
  • Algengari hjá karlmönnum
  • Húðþykknun
  • Útvíkkun kirtla
  • Ofvöxtur á fitukirtlum og bandvefi

Meingerð: Framlagðar kenningar

  • Demodex folliculorum
  • Geðrænn kvíði eða stress
  • Frávik í innkirtlum
  • Sýking
  • Röskun í æðakerfi
  • Mataræði

Röskun í æðakerfi

  • Æðaleki
  • Ónægilegt blóðstreymi
  • Rýrnun í bandvefi – veldur æðaþenslu

Rósroði – atriði sem valda versnun

  • Heitir drykkir
  • Sól, vindur
  • Sterkt kryddaður matur
  • Mikill hiti eða mikill kuldi
  • Áfengi
  • Stress og aðrar sálrænar kvillur
  • Áframhaldandi notkun flúoraðra barkstera

Önnur greining

  • Hefðbundnar graftarbólur (Acne vulgaris)
  • Seborrheic dermatitis
  • Perioral dermatitis
  • Lupus erythematosus
  • Krabbameinsheilkenni
  • Eitthvað af þessu getur átt við

Perioral Dermatitis

Perioral Dermatitis

Þróun rósroða

  • Krónískur, stigvaxandi sjúkdómur

  • Skiptast á betri og verri tímabil

  • Getur aukist

  • Fylgikvillar vegna bólgu í augum geta komið upp á

  • Þörf getur verið á langtímameðferð

Húðsterar – Forðist

  • Geta valdið hörundsroða
  • Geta valdið versnun til lengdar, þó svo að ástandið batni til skamms tíma
  • Ef húðsterar eru notaðir, skal nota lítið magn af þeim í stuttan tíma

Meðferðir

  • Sýklalyf til inntöku – tetracycline og fleiri
  • Krem til staðbundinnar meðferðar – metronidazole gel ofl.

  • Staðbundin meðferð getur hentað mörgum sjúklingum.

  • Í sumum tilfellum má flýta fyrir áhrifum fyrstu meðferðar með notkun tetracycline í nokkrar vikur.

  • Breytingar á lífsháttum eru einnig mikilvægar í meðferðinni.

  • Sjúklingar skulu forðast aðstæður og atriði sem geta valdið því að rósroði versni.

Svör við algengum spurningum sjúklinga

1. Spurning: Rósroðinn veldur því að ég hef mjög viðkvæma húð. Hvernig get ég þvegið á mér andlitið án þess að það leiði til aukinnar ertingar?

  • Svar: Notið einungis mjög mildar sápur eða hreinsi fyrir andlitið. Forðist efni sem innihalda alkóhól eða hamamelis.

2. Spurning : Hvað með snyrtivörur? Get ég haldið áfram að nota þær?

  • Svar: Já, en ráðlagt er að nota hágæða rakakrem og olíulausar snyrtivörur. Einnig skal nota sólarvörn SPF 15 eða hærri ef viðkomandi er í sól í langan tíma. Til að hylja rauð svæði eða roða skal nota grænan hyljara.

3. Spurning: Getur eitthvað valdið því að rósroðinn versni?

  • Svar: Vitað er að ákveðnir hlutir auka rósroða. Um er að ræða heita drykki, áfengi, sterkt kryddaðan mat, mjög mikinn hita/ mjög mikinn kulda og stress.

Höfundur

Dr Christophe HSU – húðsjúkdómafræðingur, Genf, Sviss

National Skin Centre. Singapore

© 2009

Inngangur

Español Italiano Português English Deutsch 日本語 Français


Category : Ábendingar um rósroða - Modifie le 07.26.2012Category : Hörundsroði í andliti - Modifie le 07.26.2012Category : Húðsterar – Forðist - Modifie le 07.26.2012Category : Klínísk áhrif - Modifie le 07.26.2012Category : Meðferðir - Modifie le 07.26.2012Category : Meingerð: Framlagðar kenningar - Modifie le 07.26.2012Category : Ofvöxtur á nefi (rhinophyma) - Modifie le 07.26.2012Category : Önnur greining - Modifie le 07.26.2012Category : rosacea - Modifie le 07.26.2012Category : Röskun í æðakerfi - Modifie le 07.26.2012Category : Rósroði - Modifie le 07.26.2012Category : Rósroði – atriði sem valda versnun - Modifie le 07.26.2012Category : Rósroði þróast oft á eftirfarandi hátt - Modifie le 07.26.2012Category : Staðsetning - Modifie le 07.26.2012Category : Svör við algengum spurningum sjúklinga - Modifie le 07.26.2012Category : Uppruni sjúkdóms - Modifie le 07.26.2012Category : Þróun rósroða - Modifie le 07.26.2012